Margfaldur dagur
Laugardagur, 2. mars 2013
Margrét og Viktor giftu sig 14. apríl 2012 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, prestur var sr. Bjarni Karlsson. Þetta var ekki aðeins brúðkaupsdagurinn þeirra heldur líka afmælisdagur Margrétar og fermingardagur hennar. Dagurinn var frábær og Friðrik Dór kom óvænt og tók afmælissöngur í veislunni. Myndatökur fóru fram í Hellisgerði, um myndgerð sá Ásvaldur Kristjánsson um hjá akfilm.is
Brúðkaup kvikmynduð
Þriðjudagur, 24. júlí 2012
Á meðan tæknin til að taka kvikmyndir í brúðkaupum fleygir fram þá hafa ekki síst orðið framfarir í stíl. Kvikmyndagerðarmenn nýta sér færni sína í gerð brúðkaupsmyndbanda þannig það það endurspeglar frekar gæði sem sjá má í óháðri kvikmyndagerð. Hugmyndin er ekki aðeins að segja sögu dagsins heldur að draga upp mynd fólksins, samræður, viðbrögð og andrúmsloftið þannig að áhorfandinn upplifi daginn fremur en að sjá nær óunnið myndefni. Þegar mynd er gerð í þessum stíl þá verja kvikmyndagerðarmenn mun meiri tíma við klippivinnu, sem er dýrara en skilar sér í betri útkomu. Brúðkaupsvídeó sem jafnvel vinir brúðhjóna vilja horfa á aftur.
http://www.youtube.com/watch?v=51nBH72IgWo&list=UUYCuENkp45xM0MBIjH3H5BA&index=0&feature=plcp
Hvítt brúðkaup
Sunnudagur, 2. október 2011
Þau Sólrún og Héðinn giftu sig 30. apríl 2011 í Háteigskirkju. Hvítt var yfir að líta þennan laugardagsmorgunn en vor var í lofti deginum áður. Prestur var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og við athöfnina söng Bergþór Pálsson og karlakórinn Þrestir. Einsöngvari í veislu var Gissur Páll Gissurarson og um undirleik sá Jónas Þórir.
Myndatökur fóru fram í Hellisgerði og veislan haldin í hátíðarsal Flensborgarskóla. Myndgerð og klipping: Ásvaldur Kristjánsson frá akfilm.is
Búnaður við kvikmyndatökur: Sony Z1 HDV, Sony TDX-10 og Canon 550D á 50i. Manfrotto þrífótur og braut frá DPslider.com. Hljóð tekið með Sennheiser g2 þráðlaust, sennheiser MKH 416 shotgun ásamt Zoom H1 hljóðupptökutæki. Hljóð í veislusal sent með Sennheiser sendikubb úr hljóðkerfinu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brúðkaupin í sumar
Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Brúðkaupssyrpa með Irisi og Pétri
Föstudagur, 19. nóvember 2010
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn þeirra
Fimmtudagur, 17. júní 2010
Thelma Kristín Kvaran og Ingvar Birgir Jónsson gengu í það heilaga 1. maí 2010. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi. Dagurinn var frábær, í Hellisgerði fóru myndatökur fram ásamt vídeóskotum. Hér er 10 mínútna syrpa frá deginum. Alls lágu tæpir sjö klukkutímar í hráefnistökum eftir daginn. Í veislunni tóku margir til máls og ekki hægt að koma öllum að í þessari stuttri syrpu. Um myndgerð sá Ásvaldur Kristjánsson hjá akfilm.is
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brúðkaupsupptökur
Mánudagur, 19. apríl 2010

Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brúðkaupið á DVD í sumar
Föstudagur, 12. mars 2010
akfilm.is er ný síða þar sem kynnt er meðal annars sú þjónusta að kvikmynda brúðkaup og ganga frá því á DVD. Allt er komið á fullt í undirbúningi hjá þeim sem ætla að ganga í það heilaga í sumar. Á brúðkaupssýningu Garðheima var þessi þjónusta kynnt sýnt nokkur myndbrot. Í stuttu máli voru viðbrögðin rosalega fín og var að heyra að fólk hafi ekki áttað sig á því að þessi þjónusta væri í boði.
Falleg orð
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott veður á brúðkaupsdaginn
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Erna og Björn voru heppin með veðrið á brúðkaupsdaginn sinn. Hér er 3 mínútna úrdráttur frá brúðkaupsvídeóinu þeirra. Athöfnin fór fram í Háteigskirkju þar sem sr. Bjarni Karlsson gaf þau saman, 29. ágúst 2009. Söngvari var Páll Rósinkranz. Veislustjórar voru þeir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson frá duett.is. Myndgerð: Ásvaldur Kristjánsson
>Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)