Færsluflokkur: Lífstíll

Hvítt brúðkaup

Þau Sólrún og Héðinn giftu sig 30. apríl 2011 í Háteigskirkju. Hvítt var yfir að líta þennan laugardagsmorgunn en vor var í lofti deginum áður. Prestur var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og við athöfnina söng Bergþór Pálsson og karlakórinn Þrestir. Einsöngvari í veislu var Gissur Páll Gissurarson og um undirleik sá Jónas Þórir.

Myndatökur fóru fram í Hellisgerði og veislan haldin í hátíðarsal Flensborgarskóla. Myndgerð og klipping: Ásvaldur Kristjánsson frá akfilm.is

Búnaður við kvikmyndatökur: Sony Z1 HDV, Sony TDX-10 og Canon 550D á 50i. Manfrotto þrífótur og braut frá DPslider.com. Hljóð tekið með Sennheiser g2 þráðlaust, sennheiser MKH 416 shotgun ásamt Zoom H1 hljóðupptökutæki. Hljóð í veislusal sent með Sennheiser sendikubb úr hljóðkerfinu.


Brúðkaupin í sumar

Nú er undirbúningur margra sem ætla að ganga í það heilaga í sumar komin á fulla ferð. Frábær leið til að varðveita daginn og endurupplifa seinna meir er að kvikmynda það. Síðasta sumar voru margir laugardagar snemma fráteknir hjá mér fyrir brúðkaupsupptökur. Sjá má nokkur stutt sýnishorn á http://vimeo.com/channels/brudkaup en bendi líka á heimasíðu mína akfilm.is en nánari upplýsingar hjá asvaldur@gmail.com og í síma 8245725.
http://vimeo.com/17489331
Hér er stutt myndbrot frá degi þeirra Guðrúnar og Björgvins.  Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir gaf þau saman í Hafnarfjarðarkirkju 2. október 2010. Myndatökur fóru fram í Hellisgerði í fallegu haustveðri.

Dagurinn þeirra

http://vimeo.com/12579754

Thelma Kristín Kvaran og Ingvar Birgir Jónsson gengu í það heilaga 1. maí 2010. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi.  Dagurinn var frábær, í Hellisgerði fóru myndatökur fram ásamt vídeóskotum. Hér er 10 mínútna syrpa frá deginum. Alls lágu tæpir sjö klukkutímar í hráefnistökum eftir daginn. Í veislunni tóku margir til máls og ekki hægt að koma öllum að í þessari stuttri syrpu. Um myndgerð sá Ásvaldur Kristjánsson hjá akfilm.is


Brúðkaupsupptökur

AKfilm Var að kynna þjónustu mína á brúðkaupssýningunni Já í Blómavali Í Skútuvogi.  Kvikmynda brúðkaup, klippi og geng frá á DVD.  10. júlí er sú dagsetning sem flestir hafa beðið akfilm.is um upptökur en sá dagur var frátekin fyrir ári síðan. Fólk virðist byrja bóka seinna í ár en áður.

Brúðkaup 2008

Vinsæl dagsetning í ár virðist vera 08.08.08 sem er reyndar á föstudegi.  Í mars sl. voru tvær brúðkaupssýningar, önnur í Garðheimum en hin fór fram í Blómavali í Skútuvogi. Um 20 fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu.  Elín María Björnsdóttir, sem stjórnaði Brúðkaupsþættinum Já, kynnti fjölbreytta dagskrá. Sjá má stutt yfirlit á http://youtube.com/brudkaupsvideo en þar má líka sjá myndbrot úr nokkrum brúðkaupum.

Brúðkaupsundirbúningurinn sumarsins að byrja

Á brúðkaupsdaginn eru margir sem vilja eiga daginn frá upphafi til enda á DVD.  Þannig má taka af undirbúningi í veislusal, hár og förðun um morgunin og þess háttar, kirkjuathöfnin, hjá ljósmyndara og að lokum veislan með þeim ræðum og söng sem þar er.  Ein hugmynd er að setja upp fasta vídeóvél á veislustaðnum þar sem fólk getur sjálft byrjað upptöku og talað eða tjáð sig fyrir fram vélina.  Þessi atriði mætti svo nota inn á milli ásamt lausri tökuvél.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband